1. Forsíða
  2. Því meiri orðaforði þeim mun betri lesskilningur

Því meiri orðaforði þeim mun betri lesskilningur

Samkvæmt fjölmörgum rannsóknum, þar á meðal doktorsrannsókn Sigríðar Ólafsdóttur og rannsókn Freyju Birgisdóttur, hefur orðaforði mikið að segja varðandi læsi og námsgengi síðar meir. Því meiri orðaforði þeim mun betri lesskilningur. 

Hvernig getum við byggt upp góðan orðaforða hjá börnum okkar?

Með því að:

  • Hafa orð á því sem við erum að gera.
  • Tala við börnin okkar.
  • Nota fjölbreyttan orðaforða.
  • Útskýra merkingu orða.
  • Lesa fyrir börnin okkar.
  • Ræða um það sem við lesum. 
skrifað 03. NóV. 2016.