Prófúrlausnir (hrágögn) með niðurstöðum úr samræmdum könnunarprófum sýna eingöngu prófatriðahópa en ekki raunverulegar spurningar sem á prófinu voru.
Hér fyrir neðan er dæmi um nemanda sem fékk tvær spurningar úr sama prófatriðahópi en raun-spurningarnar sem nemandinn þurfti að svara voru ekki þær sömu. Nemandinn gat svarað annarri spurningunni rétt en ekki hinni (svar dálkur með 1 og 0).
Ekki eru birtar raunverulegar spurningar úr prófinu og því er dæmið ekki orðrétt spurning.