1. Forsíða
  2. Tilkynning vegna samræmdra könnunarprófa í íslensku

Tilkynning vegna samræmdra könnunarprófa í íslensku

Við fyrirlögn samræmds könnunarprófs í íslensku komu upp vandræði með vefþjón og komust nemendur ekki inn í prófið. Álagið var mikið og virðist vefþjónninn ekki hafa staðið undir því.

Í ljósi þessa höfum við ákveðið að þeir nemendur sem áttu í vandræðum með próftöku fresti henni. 

Út frá velferð nemenda teljum við ekki boðlegt að þeir taki próf við þessar aðstæður og vonum að þessari ákvörðun verði sýndur skilningur.

Bréf hefur verið sent til skólastjóra og þeim tilkynnt að við heimilum frestun á próftöku. Prófum í íslensku, sem áttu að hefjast klukkan 12.00 og 13.00, verður frestað. 

Sumir nemendur þreyta nú próf og við höfum hvatt skóla til að leyfa þeim að ljúka því.

Ákvörðun um hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið fyrir aftur verður tekin á næstu dögum.

Við höldum óbreyttri áætlun varðandi prófin á morgun og föstudaginn. 

Við erum gríðarlega vonsvikin með hvernig þetta fór og þykir sárt að setja nemendur í þessar aðstæður.

Við höldum áfram að upplýsa um stöðu mála.

Með kveðju,
Sverrir Óskarsson,
sviðsstjóri matssviðs

skrifað 07. MAR. 2018.