1. Forsíða
  2. Tillögur gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum

Tillögur gegn brotthvarfi nemenda úr framhaldsskólum

Á fundi Velferðarvaktarinnar þann, 29. nóvember 2017, voru samþykktar 14 tillögur til stjórnvalda um aðgerðir til að auka hlutfall nemenda sem ljúka framhaldsskólanámi.

Hlutfall fullorðinna án framhaldsskólaprófs á Íslandi er hið hæsta meðal Norðurlandanna og það fimmta hæsta meðal OECD-ríkja eða um 30%. Brotthvarf úr framhaldsskólum á Íslandi er um 19%, en í Danmörku 8%, Svíþjóð 7%, Finnlandi 9% og Noregi 11%. Meðaltal brotthvarfs í Evrópu er 11%. Velferðarvaktin telur mikilvægt að sem flest ungmenni geti stundað nám við hæfi og þannig stuðlað að farsælu lífi til framtíðar. Hátt hlutfall brotthvarfs nemenda úr framhaldsskólum á Íslandi er því áhyggjuefni.

Tillögurnar verða sendar nýjum mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, heilbrigðisráðherra og  alþingismönnum. Einnig framkvæmdastjórum sveitarfélaga og nemendaráðum.

Nánari upplýsingar veitir Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar í síma 545-8100.

Upplýsingar um Velferðarvaktina

skrifað 04. DES. 2017.