1. Forsíða
  2. Tíu spurningar og svör fyrir stærðfræðikennara

Tíu spurningar og svör fyrir stærðfræðikennara

Í ljósi niðurstöðu í læsi í PISA 2012 réðst mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson í viðamikið verkefni sem miðar að því að bæta læsi hjá grunnskólabörnum.

Samskonar verkefni bíður Menntamálastofnunar í stærðfræði og náttúrufræði en þrátt fyrir að þau verkefni séu ekki komin af stað þá er stofnunin ávallt með opin augun fyrir hugmyndum og efni sem nýst gætu kennurum í starfi til að bæta árangur í þeim fögum. Eitt slíkt rak á fjörur Menntamálastofnunar frá OECD fyrir stærðfræðikennara. 

Í bæklingnum Ten Questions for Mathematics Teachers and how PISA can help answer them er leitast við að svara spurningum eins og hversu mikið kennarar eiga að stýra nemendum í stærðfræðinámi, eru einhverjar kennsluaðferðir betri en aðrar, hvaða áhrif mismunandi menningarheimur nemenda hefur á nám þeirra og hvað er vitað um utanbókarlærdóm og stærðfræðinám. 

skrifað 16. DES. 2016.