1. Forsíða
  2. Umsóknir um ytra mat á leikskólum

Umsóknir um ytra mat á leikskólum

Menntamálastofnun mun láta gera ytra mat á leikskólum árið 2022, sbr. lög nr. 90/2008 um leikskóla og gildandi reglugerðir um mat og eftirlit. 

Hér með er auglýst eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla innan þeirra, bæði þeirra sem reknir eru af sveitarfélaginu og öðrum aðilum. 
Í matinu felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi leikskóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá.  Verður það gert m.a. með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, vettvangsathugunum, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við börn, starfsfólk leikskóla, foreldra og fulltrúa sveitarstjórnar.  Kostnaður vegna matsins greiðist úr ríkissjóði.

Vakin er athygli á að endurnýja þarf fyrri umsóknir. Umsóknir skulu berast Menntamálastofnun frá sveitarstjórnum, fræðslustjórum eða leikskólunum sjálfum fyrir 23. nóvember 2021. Meðfylgjandi er umsóknareyðublað sem fylla skal út og senda á póstfangið:  [email protected]  til öryggis skal einnig senda afrit af póstinum á [email protected].

skrifað 03. NóV. 2021.