1. Forsíða
  2. Undirbúningur samræmdra könnunarprófa

Undirbúningur samræmdra könnunarprófa

Við minnum á að frestur til að skrá stuðningsúrræði og undanþágur vegna samræmdra könnunarprófa er 21. febrúar.  Skráningin fer fram í Skólagátt en meðfylgjandi eru leiðbeiningar um það.

Bréf til nemenda og forráðamanna eru nú aðgengileg á vef Menntamálastofnunar og förum við þess á leit við ykkur að senda þau áfram til nemenda og forráðamanna þeirra. Bréfin hafa verið þýdd á ensku og pólsku.

Kynningarpróf eru nú aðgengileg á vef Menntamálastofnunar og viljum við biðja ykkur um að benda kennurum og foreldrum á þau og hvetja þá til að fara í gegnum kynningarprófin með nemendum.

Þá minnum við einnig á fjarfundi sem eru opnir öllum verða haldnir á næstu vikum. Hér má sjá dagskrá þeirra. Áhugasamir sendi tilkynningu um þátttöku á [email protected].

Í lokin viljum við benda á að tölvupóstar frá okkur berast í flestum tilfellum eingöngu skólastjórum. Nokkrir skólastjórar hafa beðið okkur um að setja aðra starfsmenn skóla, til dæmis aðstoðarskólastjóra, á listann og er það sjálfsagt. Sú tillaga kom einnig frá samráðshópi um samræmd könnunarpróf að heppilegt væri að hafa fleiri en einn starfsmann hvers skóla á póstlistanum. Hafi þið óskir um að bæta netföngum á listann má senda þær upplýsingar á [email protected]

skrifað 07. FEB. 2018.