1. Forsíða
  2. Ungmennaráð Menntamálastofnunar kom saman

Ungmennaráð Menntamálastofnunar kom saman

 

Fulltrúar í ungmennaráði Menntamálastofnunar héldu sinn fyrsta fund 3. febrúar síðast liðinn.

Á dagskrá fundarins voru mörg mál sem brunnu á fulltrúum svo sem fjármálalæsi í grunnskólakennslu, lífsleiknikennsla, rafræn samræmd könnunarpróf og sálfræðiþjónusta í grunn- og framhaldsskólum.

Gestir fundarins undir einstökum dagskrárliðum voru þeir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi og Hákon Sigursteinsson, sálfræðingur á Þjónustumiðstöð Breiðholts. Auk þess var á dagskrá að ósk Menntamálastofnunar umræða um einkunnakerfið og mætti Jón Pétur Zimsen, skólastjóri Réttarholtsskóla og kynnti málefnið og svaraði fyrirspurnum.

Fulltrúar höfðu margar góðar tillögur og hugmyndir fram að færa og mun stofnunin vinna með þær áfram. Menntamálastofnun á svo sannarlega hauk í horni með aðgengi að frábæru ungu fólki sem eru sérfræðingar í menntamálum sem snýr að þeim.

skrifað 07. FEB. 2017.