Ungmennaráðsdagur Menntamálastofnunar 29. apríl 2016
Menntamálastofnun mun funda með fulltrúum ungmennaráða föstudaginn 29. apríl. Fulltrúar á fundinum verða frá eftirtöldum ungmennaráðum: Barnaheillum, SAFT, Samfés, Unicef, umboðsmanni barna, UMFÍ og fulltrúum úr ungmennaráðum sveitarfélaga; Árborg, Akureyri, Fjarðabyggð og Stykkishólmi.
Markmið fundarins er að skapa vettvang til að ungmenni geti komið skoðunum sínum á framfæri varðandi málefni stofnunarinnar. Einnig að stuðla að því að ungmenni öðlist rödd þegar ákvarðanir eru teknar um málefni sem snerta þau og að gæta hagsmuna þeirra t.d. með umfjöllun og umsögnum um einstök mál stofnunarinnar sem snerta aldurshópinn sérstaklega.
Menntamálastofnun væntir mikils af fundinum og í framhaldinu verður fundað reglulega með ungmennum með ofangreind markmið að leiðarljósi. Dagurinn er skipulagður með vinnustofum og niðurstöður verða síðan ræddar með forstjóra og fleiri starfsmönnum stofnunarinnar.