Þú ert hér

Upplýsingar um lesfimipróf

Nú fer að styttast í að fyrsta ári lesfimiprófa fari að ljúka. Þetta fyrsta ár hefur einkennst af þeirri þróunarvinnu sem jafnan fylgir prófagerð.

Menntamálastofnun hafa borist nokkrar ábendingar varðandi niðurstöður prófanna og hér eru útskýringar á þeim atriðum sem við höfum fengið flestar spurningar um.

  • Skólagátt sýnir vegin orð á mínútu þ.e. þegar kennari hefur skráð orðafjölda (hrágögn) nemanda í lestri þá umreiknar hugbúnaður Skólagáttar orðafjöldann og út kemur tala sem er vegin orð á mínútu. Þessi tala getur verið hærri eða lægri en hrátalan.
  • Leshraði, nákvæmni og þyngd texta eru þau þrjú grunnatriði sem niðurstöður prófanna eru byggðar á og þegar stöðluð próf eru gerð fyrir tíu bekki þá er leitast við að réttur stígandi sé í þyngd þeirra.  Þrátt fyrir mikla vinnu þá verður ekki hjá því komist að einhver óæskilegur munur sé á þeim, t.d. að próf fyrir fjórða bekk verði svo létt að prófið í fimmta bekk sýni of litlar framfarir sem ekki verða skýrðar með aukinni lestrargetu.
  • Einhverjir kennarar sendu niðurstöður janúar prófanna heim til foreldra en á þeim tíma voru niðurstöður gefnar í hrátölu en útreikningar á vegnum orðum á mínútu voru ekki tilbúnir fyrr en um miðjan febrúar. Nú eru allar niðurstöður í Skólagátt fyrir september, janúar og maí í  vegnum orðum á mínútu.
  • Niðurstöður lesfimiprófs í fjórða bekk hafa breyst frá því fyrr í maí vegna breytinga á tölfræði úrvinnslu prófsins. Ef þetta á við þá vinsamlegast skoðið niðurstöður í Skólagátt aftur ef þið hafið ekki gert það nú þegar.

Menntamálastofnun þakkar þátttökuna í lesfimiprófunum. Því fleiri sem taka þátt og því meiri breidd sem við fáum af nemendum sem taka þátt, eykst áreiðanleiki prófanna. 

skrifað 16. MAí. 2017.