1. Forsíða
  2. Upplýsingar um samræmd könnunarpróf

Upplýsingar um samræmd könnunarpróf

Frestur til að sækja um undanþágur og stuðningsúrræði fyrir samræmd könnunarpróf hefur verið framlengdur til 12. september. Mikilvægt er að vera búin/n að skrá inn nemendur í Skólagátt fyrir þann tíma. Eftir það er ekki hægt að sækja um úrræði þar sem nemendaskrár eru keyrðar úr Skólagátt og prófkóðar búnir til fyrir nemendur.

Leiðbeiningar um þá skráningu má finna hér en komi upp vandamál má senda fyrirspurnir á [email protected]

Ritun hefur verið tekin út úr samræmdu könnunarprófunum og verður færð yfir í Lesferli, sem og stafsetning.

Framkvæmdaheftið hefur verið uppfært og er nú komið á vefinn undir heitinu Ítarlegar leiðbeiningar um framkvæmd. Þar má finna allt sem snýr að undirbúningi og framkvæmd prófanna.

Boðið hefur verið upp á fjarfundi þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir og fá svör. Þær fyrirspurnir sem þar komu verða settar upp í Spurt og svarað á heimasíðu okkar. Þetta eru stuttir fundir sem eru aðallega hugsaðir sem vettvangur fyrir starfsfólk skóla til að senda inn fyrirspurnir og fá svör við þeim. Það er ekki skylda að vera virkur þátttakandi í fundinum en það getur verið upplýsandi að heyra hvað aðrir skólar eru að hugsa og spyrja um í aðdraganda prófanna. Ráðgert er að halda fjóra fundi í viðbót en dag- og tímasetningar hafa verið auglýstar áður. Þeir sem hafa hug á að nýta sér fjarfundina geta sent tilkynningu um þátttöku á [email protected] 

Við minnum á bréf til nemenda og foreldra sem finna má hér á vefnum undir samræmd könnunarpróf. Þau eru nú einnig aðgengileg á öðrum tungumálum. 
 
Á Facebook-síðuna Innleiðing rafrænna prófa eru settar inn upplýsingar er varða prófin. Þá má senda fyrirspurnir á [email protected].

 

skrifað 08. SEP. 2017.