1. Forsíða
  2. Upplýsingar um þá aðila sem fara yfir framkvæmd samræmdra könnunarprófa

Upplýsingar um þá aðila sem fara yfir framkvæmd samræmdra könnunarprófa

Í frétt Menntamálastofnunar frá 12. mars sl. kom fram að stofnunin muni fá óháða aðila til að fara yfir ferlið við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í heild sinni.

Þeir aðilar sem munu skoða próftökuferlið og hvað fór úrskeiðis eru:

Hannes Pétursson, sjálfstætt starfandi hugbúnaðarráðgjafi,
Svana Helen Björnsdóttir hjá Stika,
Jóhannes H. Steingrímsson hjá Stúdíu.

Einnig hefur verið leitað til Júlíusar K. Björnssonar, sem vinnur hjá Oslóarháskóla og fyrrum forstöðumanns Námsmatsstofnunar, vegna ráðgjafar um próffræðileg úrlausnarefni.

Niðurstöðum verður skilað eins fljótt og auðið er.

skrifað 14. MAR. 2018.