1. Forsíða
  2. Upptaka af fyrsta fjarfundi

Upptaka af fyrsta fjarfundi

Fyrsti fjarfundur vegna samræmdra könnunarprófa var haldinn mánudaginn 5. febrúar en hér má sjá upptöku af fundinum. Þar var farið yfir atriði er lúta að því hvaða nemendur eiga að þreyta prófin, auk þess sem farið var yfir atriði sem snúa að nemendalistum í Skólagátt og skráningu stuðningsúrræða og undanþága.

Rætt var um mikilvægar dagsetningar sem eru annars vegar 21. febrúar en þá skal leiðréttingu á nemendalistum vera lokið og skráningu stuðningsúræða og undanþága. Hins vegar er það dagsetningin 27. febrúar en þá verða nemendalistar fluttir út úr Skólagátt til að útbúa prófkóða. Þegar niðurstöður um meðaltöl landshluta og skóla og upplýsingar um þátttöku í prófunum eru útbúnar verður miðað við í hvaða skóla nemandi var skráður á þessum degi. 

Fundurinn verður endurtekinn miðvikudaginn 7. febrúar kl 14:30. Þá verður farið yfir sömu atriði og fyrirspurnum svarað. Í næstu viku verða fjarfundir þar sem uppbygging prófanna verður kynnt.

 

Dagsetningar fjarfunda:

5. og 7. febrúar kl. 14:30

Áhersla á nemendaskráningu, stuðningsúrræði og undanþágur. Fyrirspurnum um öll atriði er lúta að framkvæmd prófanna verður svarað.

12. og 14. febrúar kl. 14:30

Uppbygging prófa. Fyrirspurnum um öll atriði er lúta að framkvæmd prófanna verður svarað.

19. og 21. febrúar kl. 14:30

Stutt yfirlit um uppsetningu á tölvum og tækjamál. Fyrirspurnum um öll atriði er lúta að framkvæmd

prófanna verður svarað.

26. og 28. febrúar kl. 14:30

Framkvæmd í prófaviku. Fyrirspurnum um öll atriði er lúta að framkvæmd prófanna verður svarað.

5. mars kl. 14:30

Fyrirspurnum um öll atriði er lúta að framkvæmd prófanna verður svarað.

skrifað 06. FEB. 2018.