1. Forsíða
  2. Upptökur af málþingi um námsgögn

Upptökur af málþingi um námsgögn

Menntamálastofnun stóð fyrir málþingi um námsgögn þann 1. desember síðastliðinn þar sem fjallað var um námsgögn, tengsl þeirra við kennsluhætti og þróun námsefnis framtíðar. 

Fyrirlesarar voru Tim Oates, einn helsti sérfræðingur heims í námskrárgerð og Ross Mahon, svæðisstjóri Google á Norðurlöndum. Í fyrirlestrum sínum birtu þeir tvö mismunandi sjónarhorn sem þó rýma saman þegar kemur að sýn á námsefni, hvernig halda þarf í hefðbundin námsgögn en tengja þau við þá nýju tækni sem okkur býðst í dag. 

Að fyrirlestrum loknum voru pallborðsumræður með Oates, Mahon og Arnóri Guðmundssyni, forstjóra Menntamálastofnunar.

Upptökur af málþinginu eru nú aðgengilegar. 

 

 

 

skrifað 20. DES. 2017.