1. Forsíða
  2. Vegna vitnisburðarskírteinis við lok grunnskóla

Vegna vitnisburðarskírteinis við lok grunnskóla

Það er afstaða mennta- og menningarmálaráðuneytisins að allir skólar eigi frá og með vori 2017 að hafa innleitt nýja námsmatskerfið, að bókstafir séu gefnir á öllum skyldunámssviðum og heimilt sé að gefa lokið/ólokið í valgreinum. 

Lykilatriði í þessari tilkynningu eru eftirfarandi:

Vorið 2017 er heimilt að gefa lokið/ólokið í valgreinum þegar ekki liggja fyrir matsviðmið. 

  • Staðlað vitnisburðarskírteini Menntamálastofnunar tekur mið af þessum breytingum þannig að lokið/ólokið hefur verið bætt við sem valmöguleika í listgreinum, verkgreinum og upplýsinga- og tæknimennt. Hafa ber í huga að skírteini Menntamálastofnunar þarf að vista hjá hverjum og einum skóla.
  • Vörsluaðilar eins og Námfús og Mentor eru með útfærslu þessa skírteinis fyrir þá skóla sem þeir þjónusta en öllum er heimilt að nýta sér skírteini Menntamálstofnunar. 

​Vorið 2018 verður ekki heimilt að meta hæfni nemenda á greinasviðum við lok grunnskóla sem lokið/ólokið.

skrifað 29. MAí. 2017.