1. Forsíða
  2. Vertu þinn eigin yfirmaður og Næsta stig

Vertu þinn eigin yfirmaður og Næsta stig

Út er komið námsheftið Vertu þinn eigin yfirmaður sem er námsefni í nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir miðstig grunnskóla.  Efnið er  samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og NKG Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.

Námsheftið er gefið út sem rafbók og þaðan má hlaða þeim niður sem pdf-skjali. Kennsluleiðbeiningar með Vertu þinn eigin yfirmaður  eru einnig gefnar út sem rafbók.

Næsta stig eru kennsluleiðbeiningar í nýsköpunarmennt fyrir unglingastig. Efnið er þýtt úr dönsku úr efninu Elevbedrift sem samið var fyrir Fonden for Entreprenörskab (Frumkvöðlasjóð). Sjóðurinn er miðstöð þekkingar og uppbyggingar í Danmörku á sviði frumkvöðlastarfsemi í menntun á öllum skólastigum.

Kennsluleiðbeiningarnar eru samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og NKG Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.

 

skrifað 20. DES. 2018.