1. Forsíða
  2. Vilt þú heyra söguna þína í Útvarpsleikhúsinu?

Vilt þú heyra söguna þína í Útvarpsleikhúsinu?

Við vekjum athygli á Útvarpsleikriti sem er hluti af samstarfsverkefninu Sögur

Ef þú ert barn á aldrinum 6 til 12 ára getur þú sent þitt handrit að útvarpsleikriti inn til KrakkaRÚV. Handritið á að vera fimm blaðsíður á handritaformi . 

Tíu handrit verða valin og mun Útvarpsleikhúsið framleiða fimm útvarpsleikrit eftir krakka á yngsta stigi grunnskóla og fimm útvarpsleikrit eftir miðstig. 

Leikritin verða tekin upp í Stúdíó 12 – útvarpsleikritastúdíóinu. Þau verða spiluð í útvarpi allra landsmanna á RÁS 1 og verða að sjálfsögðu aðgengileg inn á vef KrakkaRÚV.   

Tekið verður við handritum til 28. febrúar 2018. 

 

skrifað 21. FEB. 2018.