1. Forsíða
  2. Vinningashafar Sexunnar

Vinningashafar Sexunnar

Nemendur í 7. bekk í Selásskóli eru sigurvegarar í stuttmyndasamkeppninni Sexunni sem haldin var fyrr á árinu en viðfangsefni myndarinnar var tæling.

Nemendur í Heiðarskóla, Reykjanesbæ hlutu annað sæti en 7.bekkur í Suðurhlíðarskóla hlutu þriðja sætið.

Sexan stuttmyndasamkeppni er nýtt fræðsluverkefni Neyðarlínunnar um stafrænt ofbeldi fyrir nemendur í 7.bekkjum grunnskóla landsins. Nemendur fengu fræðslu um hvernig stafrænt ofbeldi birtist ungu fólki og áttu svo að búa til stuttmynd um eitt af fjórum viðfangsefnum: tælingu, samþykki, slagsmál eða nektarmynd. Þetta er í fyrsta skipti sem keppnin er haldin en þátttaka fór fram úr björtustu vonum.

Frekari upplýsingar um keppnina má finna á 112.is/sexan en vinningsmyndirnar þrjár eru aðgengilegar á vef UngRÚV og rás Neyðarlínunnar á Youtube. Eins var fjallað um sigurvegarana í þættinum Húllumhæ fyrir skömmu.

Hægt er að horfa á vinningsmyndirnar hér:

Selásskóli 

Heiðarskóli

Suðurhlíðarskóli

skrifað 21. FEB. 2023.