1. Forsíða
  2. Vinningshafar í Vísubotni 2016

Vinningshafar í Vísubotni 2016

Úrslit í vísnasamkeppni grunnskólanema, Vísubotn 2016, liggja nú fyrir. Er þetta í sjötta sinn sem Menntamálastofnun efnir til keppninnar í tilefni af degi íslenskrar tungu en í ár var hún haldin í samstarfi við KrakkaRúv. Fjallað var um úrslit keppninnar í Krakkafréttum þriðjudaginn 24. janúar. 

Þátttaka í keppninni var mjög góð en aldrei hafa áður borist jafnmargir vísubotnar eða 1214 botnar frá 42 skólum víðs vegar að af landinu. Á yngsta stigi bárust samtals 256 vísubotnar, 463 botnar frá miðstigi og 495 frá unglingastigi. Einum nemanda á hverju stigi voru veitt bókaverðlaun og viðurkenningarskjal fyrir besta vísubotninn en fyrriparta samdi Ragnar Ingi Aðalsteinsson.

Á yngsta stigi var Magdalena Jónasdóttir hlutskörpust en hún er nemandi í 3. bekk Hamarsskóla Vestmannaeyjum. Vísubotn hennar er hér feitletraður:

Magdalena Jónasdóttir

        Frostið bítur kalda kinn,
        kominn úlputími.
        Úti snjóar enn um sinn,
        undir vegg ég hími.

 

 

 

Á miðstigi hlaut Margrét Helga Guðmundsdóttir, nemandi í 7. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, verðlaun fyrir að botna bestu vísuna í sínum aldursflokki:

Margrét Helga Guðmundsdóttir       Mér finnst gott að hlæja hátt,
       hafa fjör og gaman.
       Munninn opinn upp á gátt
       og asnaleg í framan.

 

 

 

 

 

Á unglingastigi fékk Elís Þór Traustason, nemandi í 9. bekk Lindaskóla Kópavogi, verðlaun fyrir sinn vísubotn:

       Förum nú í ferðalag,
       finnum sólarglætu.
       Sólskríkjan mun syngja brag
       í sumarljósavætu.

 

 

 

 

Menntamálastofnun óskar vinningshöfum til hamingju með frábæran árangur og þakkar grunnskólanemum og kennurum einstaklega góða þátttöku. Það er von okkar að vísnasamkeppnin verði nemendum og kennurum hvatning til að halda kveðskaparlistinni á lofti en 

Vísubotn er árviss viðburður í tengslum við dag íslenskrar tungu. Margir vel ortir botnar bárust okkur og átti dómnefnd fullt í fangi með að velja vinningshafa. Hér birtum við nokkra vísubotna sem voru meðal þeirra bestu:

Frostið bítur kalda kinn,
kominn úlputími.
Húfa sett á hausinn minn,
við hanskana ég glími.
                                  
Gunnar Þór Sigurðarson, Oddeyrarskóla Akureyri.

Góðar bækur gleðja mig,
gaman er að læra.
Frábært vit og vinningsstig
veitir bókin kæra.

                        Þuríður Rósa Bjarkadóttir Yershova, 4. bekk Melaskóla Reykjavík

Góðar bækur gleðja mig,
gaman er að læra.
Illt er að lesa yfir sig
ef andann viltu næra.

                        Snæbjartur, 4. bekk Melaskóla Reykjavík

Mér finnst gott að hlæja hátt,
hafa fjör og gaman.
Í Laugargerði syngjum sátt,
sæl og glöð í framan.

                    Kolbrún Katla Halldórsdóttir, 5. bekk Laugargerðisskóla Borgarnesi

Pabbi, mamma, börn og bíll
bruna kát um veginn.
Bíllinn eins og bleikur fíll
burstaður og þveginn.

                                   Bryndís Bára Jónasdóttir, Húsaskóla Reykjavík

Líður haustið, lengir nótt,
lauf af trjánum falla.
Myrkrið kemur furðu fljótt,
fer þá degi að halla.

                                   Magnús Oktavíus, Brekkubæjarskóla Akranesi

Förum nú í ferðalag,
finnum sólarglætu.
Veljum góðan veðurdag,
viðrum börnin sætu.

                                   Arndís Erla Örvarsdóttir, Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Líður haustið, lengir nótt,
lauf af trjánum falla.
Myrkrið kemur mjúkt og hljótt,
mamma er að kalla.

                                   Sigrún Hekla Sigmundsdóttir, Hrafnagilsskóla Eyjafjarðarsveit

Líður haustið, lengir nótt,
lauf af trjánum falla.
Kaldur vetur kemur skjótt,
kuldinn hryllir alla.

                                   Ólafur Guðmundsson, 9. bekk Lindaskóla Kópavogi

skrifað 24. JAN. 2017.