1. Forsíða
  2. Vitundar- og styrktarátakið Blár apríl

Vitundar- og styrktarátakið Blár apríl

Starfsfólk Menntamálastofnunar heldur Bláa daginn hátíðlegan í dag en vitundar- og styrktarátakið BLÁR APRÍL fer fram í fimmta sinn í ár.

Átakið miðar að því að fræða og upplýsa almenning um einhverfu og auka þannig skilning, viðurkenningu og samþykki á því sem er „út fyrir normið“.

Öll erum við einstök og höfum okkar styrkleika og veikleika og það á við um einhverfa eins og alla aðra. Einhverfa er alls konar!

skrifað 06. APR. 2018.