1. Forsíða
  2. Ytra mat á leikskólum

Ytra mat á leikskólum

Menntamálastofnun auglýsir eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla innan þeirra, bæði þeirra sem reknir eru af sveitarfélaginu og öðrum aðilum. 

Menntamálastofnun mun láta gera ytra mat á sex leikskólum árið 2017 í samræmi við lög um leikskóla, gildandi reglugerðir um mat og eftirlit og þriggja ára áætlanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úttektir á þessu skólastigi. 

Í matinu felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá.  Verður það gert m.a. með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, vettvangsathugunum, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla, foreldra og fulltrúa sveitarstjórnar.  Kostnaður vegna matsins greiðist úr ríkissjóði.

Vakin er athygli á að endurnýja þarf fyrri umsóknir.

Umsóknir skulu berast Menntamálastofnun frá sveitarstjórnum fyrir 18. nóvember 2016.  Umsókn skal fylla út rafrænt og er tengill á forsíðu heimasíðu Menntmálastofnunar.

Umsókn um ytra mat á leikskóla

Nánari upplýsingar gefur Þóra Björk Jónsdóttir [email protected] hjá matssviði Menntamálastofnunar.

skrifað 21. OKT. 2016.