HLJÓM-2 er aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málvitund barna í elsta árgangi leikskólans. Skimunin er framkvæmd í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu vegna lestrarerfiðleika þegar formlegt lestrarnám hefst. Slök hljóðkerfis- og málvitund er talin aðalorsök lestrarvanda hjá 88% barna (9 af hverjum 10 börnum). Undanfarna áratugi hefur mikil áhersla verið lögð á að börnum sé strax frá unga aldri boðið markvisst upp á leiki og verkefni til að örva hljóðkerfis- og málvitund þeirra og að þeim sem virðast eiga í erfiðleikum sé sinnt sérstaklega. Leikskólaárin eru því sérlega mikilvæg fyrir snemmtæka íhlutun.
Til að geta lagt fyrir HLJÓM-2 þarf prófandi að hafa lokið réttindanámskeiði. Námskeiðið ásamt fylgigögnum er aðgengilegt á innsláttargátt fyrir niðurstöður úr prófinu. Notkun á innsláttargáttinni er valfrjáls en óskað er eftir aðgangi að gáttinni á [email protected]. Kynningarmyndband um innsláttargátt fyrir HLJÓM-2 má finna hér.