Hér að neðan getur að líta helstu tölur varðandi innritun í framhaldsskóla á haustönn 2023. Greint hefur verið á milli helstu breyta sem skipta máli varðandi innritun, þ.e. fjölda umsókna í einstaka skóla og skipting vals (í fyrsta og annað val) og skipting milli mismunandi námsleiða (almennt bóknám, starfsnám og undirbúningsnám). Einnig hafa innritunartölur verið greindar eftir kynjum og skiptingu milli landshluta.
Að gefnu tilefni þá er rétt að taka það fram að skilgreiningin "Nýnemi" á við um þau sem eru að innritast beint úr grunnskóla.
Upplýsingarnar eru fengnar úr Innu þann 06.09 2023.