1. Forsíða
  2. Kennarar - réttindi og undanþágur

Kennarar - réttindi og undanþágur

Greining á hlutfalli réttindakennara og fjölda undanþága vegna kennslustarfa 

Hér að neðan má sjá tvær greiningar sem tengjast starfsréttindum kennara í íslenska skólakerfinu. Sú fyrri varpar ljósi á hlutfall kennara í íslenskum grunnskólum sem hafa löggild kennsluréttindi. Sú síðari fjallar um undanþágur vegna lausráðinna starfsmanna til kennslustarfa  sem sótt er um til Menntamálastofnunar

Þegar hlutfall milli þeirra sem eru starfandi í grunnskólum með og án kennsluréttinda á landsvísu er skoðað kemur í ljós að 14,6% þeirra sem starfa við kennslu eru leiðbeinendur, þ.e. án kennsluréttinda.
Hlutfallið er nokkuð mismunandi á milli landshluta, hlutfallslega flestir leiðbeinendur eru starfandi á Vestfjörðum, Austfjörðum og Suðurnesjum á meðan hlutfallslega fæstir eru starfandi á Norðurlandi Eystra og Vestra auk Höfuðborgarsvæðisins.
Tölurnar sem hér birtast eru byggðar á tölum um rekstrarkostnað grunnskóla árið 2020.

 

Að neðan má sjá greiningu á undanþágum kennara í íslenskum grunn- og framhaldsskólum skólaárin 2020-2021 og 2021-2022. Athugið að um þrjár ólíkar skjámyndir er að ræða og má nota gráu tenglana til að ferðast á milli þeirra. Hægt er að skoða hvert skólaár fyrir sig með því að haka framan við ártölin.
Hafa ber í huga að gögnin er sótt þann 26. nóvember 2021 svo enn á eitthvað eftir að bætast við undanþáguumsóknir á seinna skólaárinu. Einnig má hafa í huga að sami umsækjandi getur verið með fleiri en eina umsókn í gagnagrunninum þegar sótt er um undanþágu fyrir margar kennslugreinar.