1. Forsíða
  2. Kynningarbæklingar og upplýsingar um fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum

Kynningarbæklingar og upplýsingar um fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum

Kynningarbæklingur fagráðs hefur verið endurútgefin og þýddur á ensku og pólsku. Fagráð eineltismála veitir ráðgjöf í eineltismálum og hægt er að vísa málum til fagráðs ef ekki tekst að finna lausn á eineltismálum innan skóla eða sveitarfélags eða ef sömu aðilar sýna aðgerðaleysi í málinu. Fagráðið veitir þá ráðgefandi álit á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem því berast.

Á vefsíðu Menntamálastofnunar má nálgast eftirfarandi upplýsingar um eineltismál:

Kynningarmyndband um eineltismál. Fagráðið hvetur starfsfólk skóla til að sýna börnum myndbandið og koma því á framfæri við foreldra.

Kynningarbæklingur fagráðs á íslensku.

Kynningarbæklingur fagráðs á ensku.

Kynningarbæklingur fagráðs á pólsku.

Upplýsingar um fagráð eineltismála.

Upplýsingar um eineltismál gegneinelti.is  Upplýsingarnar eru sérstaklega ætlaðar fyrir börn, ungmenni, foreldra og fagfólk. Fjallað er m.a. um hvert sé best að leita eftir upplýsingum ef grunur leikur á að um einelti sé að ræða. Einnig er fjallað um forvarnir, félagslega vellíðan, skólabrag, almenn samskipti, samskipti á netinu, úrræði og gefnar leiðbeiningar við gerð verkferils/eineltisáætlunar.