Lesskimun fyrir fyrsta bekk (áður LtL) opnar 1. október ár hvert í Skólagátt og er opin til og með 31. október.
Allir kennarar/skólastjórnendur sem skráðir eru á bekki geta sótt prófin líkt og gert er varðandi lesfimiprófin.
Þar er einnig að finna:
- Prófhefti
- Fyrirlagnarhefti
- Hljóðskrár
- Vefnámskeið
- Gátlisti fyrir foreldra
- Fyrirgjafarglærur
- Fyrirgjafarblað
Utan fyrirlagnartímabils er ekki aðgengi að gögnum tengdum prófunum utan gátlista fyrir foreldra.
Niðurstöður birtast þegar fyrirlögn og innslætti niðurstaðna er lokið.