Nemendum sem eiga við lestrarörðugleika að stríða er gefinn kostur á upplestri á þeim hluta prófanna sem ekki skarast við þá færni sem verið er að meta hverju sinni. Lesnir verða allir lestextar í íslensku og ensku. Þegar óskað er eftir lestrarstuðningi verður hljóðskrá sem áður var á sérdiskum aðgengileg nemandanum í prófinu.