1. Forsíða
  2. Próf og mat
  3. Málþroskaprófið TOLD-2P og TOLD-2I

Málþroskaprófið TOLD-2P og TOLD-2I

Prófin eru einkum ætlað talmeinafræðingum og sálfræðingum.

Við samningu staðlaðra prófa er nauðsynlegt að byggja á einhverju líkani eða fyrirmynd sem réttlætir form, innihald og einstök atriði prófhlutanna sem prófið skiptist í. Þegar bandarísk útgáfa TOLD-2P (Test of Language Development-2 Primary) var samin, var málvísindalegt likan lagt til grundvallar. Líkanið tekur einkum mið af tveimur höfuðþáttum málvísinda: (1) málþáttum og (2) málkerfum (Newcomer og Hammill, 1988).

Innan málvísinda er málfræði hvers tungumáls skipt í þrjá aðalþætti: hljóðkerfisfræði, setningafræði (beygingarfræði) og merkingarfræði. Þar að auki hafa margir málvísindamenn flokkað tungumál í kerfi sem hægt er að kalla annað hvort málskilning og máltjáningu eða (samkvæmt málvenju) hlustun og tal. Málþættirnir þrír vísa til minnstu merkingarbæru einda tungumálsins (hljóðkerfisfræði), formgerðar þess (setningafræði) og sambandsins á milli máls og hugsunar (merkingarfræði). Málkerfin tvö, hlustun og tal, vísa til þess hvernig við notum tungumálið og skiljum það. Hlustun felur í sér úrvinnslu úr táknum tungumálsins en tal lýsir því hvernig við umritum hugmyndir okkar þannig að útkoman verði vel skipulagt og auðskilið tal. Málnotkun felur augljóslega oftast í sér bæði hlustun og tal.

Málþroskapróf eru oft notuð með lestrargreiningarprófum til að athuga hvort um víðtækari málþroskaerfiðleika er að ræða en þá sem snúa að hljóðkerfisúrvinnslunni.

Told – 2P málþroskaprófi er ætlað að greina málþroskahæfni barna á aldrinum 4-9 ára. 
Prófþættir (undirþættir) þess eru:

  • Orðþekking út frá myndum
  • Orðskilningur
  • Túlkun setninga
  • Endurtekning setninga
  • Hljóðgreining
  • Framburður

Told – 2I málþroskaprófi er ætlað að greina málþroskahæfni barna á aldrinum 8-13 ára. 
Prófþættir (undirþættir) þess eru:

  • Setningatenging
  • Orðaforði
  • Orðaröð
  • Alhæfingar
  • Málfræðiþekking
  • Orðabrengl

 

Menntamálastofnun hefur hætt dreifingu á prófgögnum þar sem stöðlun og samningar við erlenda aðila hafa runnið út.