Í bókinni eru helstu prjónaaðferðir kenndar stig af stigi. Bókin hentar jafnt til kennslu byrjenda og þeirra sem lengra eru komnir í prjónanámi og er því einnig hentug handbók á heimilinu. Áhersla er lögð á einfaldar grunnuppskriftir sem hægt er að vinna úr á ýmsa vegu. Þannig fær ímyndunaraflið og sköpunargleðin að njóta sín jafnframt því sem þjálfun fæst í réttum vinnubrögðum.