Safn fjölbreyttra æfinga og leikja með ýmsum litlum áhöldum sem ná til flestra þroskaþátta nemenda, þ.e. örva skynstöðvar líkamans, efla hreyfiþroska og sköpunargáfu. Einnig er lögð áhersla á samvinnu og hópkennd.
Þessi bók er hluti af kennsluefni, alls sex handbækur, sem ætlað er til notkunar við íþróttakennslu á öllum stigum grunnskólans. Kennsluefnið kemur til móts við breyttar áherslur í íþróttakennslu og markmið aðalmámskrár grunnskóla í íþróttum, líkams- og heilsurækt.