1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Árið 1918 (rafbók)

Árið 1918 (rafbók)

Opna
 • Höfundur
 • Helgi Grímsson
 • Myndefni
 • Ýmsir
 • Vörunúmer
 • 40197
 • Aldursstig
 • Framhaldsskóli
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2018
 • Blaðsíðufjöldi
 • 32

Árið 1918 er eftirminnilegt í sögu Íslendinga. Það hófst með miklum frosthörkum strax í janúar sem þrengdu verulega kost þjóðarinnar.

Um haustið gaus eldstöðin Katla og þegar gosinu lauk lagði skæð drepsótt, spænska veikin, stóran hluta íbúa á sunnan og vestanverðu landinu í rúmið og fjölmarga í gröfina.

Á árinu náðist afar merkilegur áfangi í sjálfstæðisbaráttu okkar þegar fullveldi þjóðarinnar var samþykkt. Eftir bylmingshögg náttúrunnar var haldin einföld athöfn við stjórnarráðið í Reykjavík, sunnudaginn 1. desember 1918.


Tengt efni sem þú gætir einnig haft áhuga á