Smábókaflokki Menntamálastofnunar er skipt í fimm þyngdarstig og er Bankaránið í 4. flokki.
Bankarán er framið á Akureyri og strákur sem býr í bænum er ákveðinn í því að finna bófana. Þegar hann og vinur hans heyra samtal tveggja manna í sundi fer spennan að magnast.
Smábækur Menntamálastofnunar eru einkum ætlaðar börnum á yngsta stigi grunnskólans sem eru að læra að lesa. Reynt er að höfða til ólíkra áhugasviða barnanna með innihaldsríkum texta og ríkulegum myndskreytingum þrátt fyrir einfalda framsetningu.