1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Bókasafnarinn

Bókasafnarinn

 • Höfundur
 • Ingibjörg Ásgeirsdóttir
 • Myndefni
 • Halla Þórlaug Óskarsdóttir
 • Vörunúmer
 • 5619
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2014
 • Lengd
 • 32 bls.

Í Bókasafnarann sem er einnota vinnuhefti geta nemendur skráð þær bækur sem þeir lesa og tjáð sig um þær í máli og myndum. 

Markmiðið með Bókasafnaranum er að stuðla að því að nemendur læri að lesa bækur af athygli og með gagnrýnu hugarfari. Þeir þurfa ða læra að spyrja sjálfa sig og aðra spurninga um það sem þeir lesa. Þau atrið sem Bókasafnarinn vekur athygli á varðandi einstakar bækur koma vonandi upp í hugann við lestur annarra bóka og verða kannski til að vekja nýjar spurningar hjá lesandanum. 

Bókasafnarinn er einkum ætlaður börnum á aldrinum 7–10 ára en notkun hans hlýtur þá fyrst og fremst að fara eftir lestrargetu, þörfum og áhuga hvers nemanda. Sum börn lesa mikið og geta notað mörg svona hefti, önnur lesa fáar bækur og þurfa því langan tíma til að ljúka við Bókasafnarann. Vonandi getur hann þó orðið einhverjum hvatning til að lesa meira en ella.  Það á að vera auðvelt og fljótlegt að leysa verkefnin í bókinni. Aðalatriðið er að börn lesi bækur sér til ánægju og aukins þroska.