1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Bókin um Tíslu

Bókin um Tíslu

  • Höfundur
  • Hrund Hlöðversdóttir
  • Myndefni
  • Íris Auður Jónsdóttir
  • Vörunúmer
  • 7026
  • Útgáfuár
  • 2012
  • Lengd
  • 41 bls.


Um er að ræða námsbók í siðfræði og lífsleikni. Hún fjallar um hugsanir, tilfinningar og atvik sem upp kunna að koma hjá börnum við upphaf skólagöngu og hvernig má takast á við breytingar á jákvæðan hátt. Bókin er hugsuð fyrir kennara til að leiða samverustund með nemendum sínum þar sem rætt er um hvernig bregðast má við eða vinna með þessar tilfinningar.

Sögumaður er músin Tísla. Hún er að byrja í Músaskóla og lendir í margvíslegum árekstrum og upplifir ýmsar tilfinningar sem fylgja því. Tísla biður börnin um aðstoð við að leysa klípur og klemmur sem hún lendir í eins og að vera strítt, þora ekki á klósettið í skólanum og vera hrædd í frímínútum.

Bókin skiptist í 19 kafla og inniheldur hver kafli frásögn Tíslu, lausnaleit með mögulegum lausnum, söng og leik. Fremst í bókinni er útlínumynd af Tíslu og þar geta nemendur eða kennari teiknað svipbrigði á hana og rætt síðan um hvaða tilfinningu verið er að lýsa.

Á vefnum eru myndir og nótur með Tísluvísunni; þar er hægt að hlusta á hana sungna eða eingöngu með undirspili og laglínu.

 


Tengdar vörur