Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn 16. september 2011. Menntamálastofnun hefur í samvinnu við Landvernd útbúið þennan safnvef með áhugaverðum fróðleik og skemmtilegum verkefnum sem nota má í tilefni dagsins. Á vefnum er fróðleikur og verkefni í tengslum við fjöruna, aldur Íslands, landslag og friðlýst svæði.