1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Drekadansinn – Myndaspjöld

Drekadansinn – Myndaspjöld

  • Höfundur
  • Verkefni: Hólmfríður Kristjánsdóttir og Kristjana Pálsdóttir
  • Myndefni
  • Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
  • Vörunúmer
  • 6188
  • Skólastig
  • Yngsta stig
  • Útgáfuár
  • 2009
  • Lengd
  • 16 spjöld

Þessi myndaspjöld eru hugsuð til að æfa nemendur markvisst í munnlegri og skriflegri tjáningu, samanber áherslur í Aðalnámskrá grunnskóla í íslensku.

Myndirnar nýtast í hópavinnu, paravinnu og í einstaklingskennslu. Gert er ráð fyrir að kennari sé með nemendum í byrjun til að örva umræðurnar og beina athygli þeirra að mismunandi atriðum.

Myndirnar má nota á ýmsan hátt, þ.e til að skoða og ræða um :

  • Án sögubókarinnar (málörvun, orðaforði og skipuleg frásögn)
  • Áður en sögubókin er lesin (forsögn, auðvelda lesskilning)
  • Eftir að sögubókin er lesin ( lesskilningur, upprifjun og endurgjöf)

Aftan á hverju spjaldi eru þrjú verkefni.


Tengdar vörur