1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Ég og sjálfsmyndin (rafbók)

Ég og sjálfsmyndin (rafbók)

Opna vöru
 • Höfundur
 • Garðar Gíslason
 • Myndefni
 • Blær Guðmundsdóttir
 • Vörunúmer
 • 40690
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Útgáfuár
 • 2022
 • Lengd
 • 96 bls.

Ég og sjálfsmyndin er bæði gefin út sem rafbók og prentuð bók og fjallar hún um samfélagið. Bókin er einkum ætluð nemendum á miðstigi grunnskólans. Bókin fjallar um ýmislegt í nærumhverfi nemandans. Hún skiptist í 8 sjálfstæða kafla. Einn kaflinn fjallar um sjálfsmyndina og velt er upp spurningunni hver er ég og af hverju er ég eins og ég er. Síðan tekur við umfjöllun um félagsmótun, helstu félagsmótunaraðila og hópa sem við tilheyrum. Þarnæst er fjallað um lýðheilsumál eins og mataræði, hreyfingu og svefn og áhrif þessara þátta á andlega líðan. Kynþroski og klám fá sína umfjöllun, svo og ýmis vandamál í nærumhverfinu svo sem ofbeldi og vímuefni. Bókin endar síðan á stuttum kafla með hugleiðingum um hvað þú vilt verða en starfs- og menntunarmöguleikar hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir og nú á dögum. 


Tengdar vörur