Kennsluleiðbeiningar með Einmitt! Lærum íslensku 1a.
Einmitt! Lærum íslensku 1a er fyrri bók af tveimur fyrir fyrsta hæfnistig í íslensku sem öðru tungumáli. Miðað er við að bókin sé kennd á unglingastigi en hún getur einnig nýst á miðstigi. Námsefnið er grunnefni í ÍSAT og unnið er eftir hæfniviðmiðum úr aðalnámsskrá gunnskóla. Með námsefninu er hægt að þjálfa öll hæfnisvið tungumálanáms: hlustun, tal, ritun og lestur.
Námsefnið skiptist í lesbók, verkefnabók og hlustunaræfingar auk hljóðbókar og kennsluleiðbeininga.