Kennsluleiðbeiningarnar fylgja námsefninu Eitt líf sem samanstendur af dagbók og tíu hlaðvarpsþáttum. Um er að ræða efni í lífsleikni með forvarnargildi gegn áhættuhegðun. Farið er yfir ýmsa verndandi þætti með fræðslu, umræðum og verkefnum og er þessum leiðbeiningum ætlað að styðja við innlögn á efninu. Námsefnið beinir sjónum að alhliða heilsu einstaklinga og mikilvægi þess að stuðlað sé að verndandi þáttum í lífi ungmenna og þeim kennt að huga að andlegri og félagslegri heilsu sinni sem og líkamlegri.
Námsefnið er samvinnuverkefni á milli Menntamálastofnunar, RÚV og Minningarsjóðs Einars Darra (Eitt líf).