Evrópa

 • Höfundur
 • Hilmar Egill Sveinbjörnsson
 • Myndefni
 • Anna Cynthia Leplar, Kort: Jean Pierre Biard
 • Vörunúmer
 • 6168
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Útgáfuár
 • 2010
 • Lengd
 • 104 bls.

Kennslubók í landafræði Evrópu, einkum ætluð nemendum á miðstigi í grunnskóla.

Bókinni er skipt í þrjá hluta:

 • Í fyrsta hlutanum er fjallað um ýmsa þætti er varða álfuna í heild. Þar er fjallað um landshætti, gróðurfar, atvinnuhætti, auðlindir og orku, umhverfismál, samgöngur og fjölbreytt mannlíf.
 • Í öðrum hluta bókarinnar hefur Evrópu verið skipt upp í fjögur svæði, þ.e. Norðurlönd, Vestur-Evrópu, Austur-Evrópu og Suður-Evrópu.
 • Í þriðja og síðasta hluta bókarinnar er fjallað um samvinnu í Evrópu. Þar fer fremst umfjöllun um Evrópusambandið og stofnanir þess.

Í upphafi hvers kafla fyrir sig er fjallað almennt um svæðin. Því næst er fjallað um lönd sem valin voru sérstaklega og reynt með því móti að endurspegla náttúru og mannlíf Evrópu í heild. Í svæðaköflunum fjórum er einnig að finna helstu tölfræðiupplýsingar og annan skemmtilegan fróðleik um öll lönd Evrópu. Umfjöllun um þessi landsvæði er brotin upp með fjölda áhugaverðra rammagreina sem taka á fjölbreyttum málefnum Evrópu. Þar má nefna marga sögulega atburði, órjúfanlega hluti landfræðinnar eins og heimsstyrjaldirnar, þorskastríðin, frönsku byltinguna, kalda stríðið og heimsveldi Evrópuþjóða. Í rammagreinunum er einnig fjallað um listir, mat og einstaka þætti í samgöngum.


Tengdar vörur