1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Ferðalok – 2

Ferðalok – 2

 • Höfundur
 • Vesturport
 • Vörunúmer
 • 45156
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2013
 • Lengd
 • 26 mín.

Heimildaþáttaröð um Íslendingasögurnar og sannleiksgildi þeirra frá sjónarhóli fornleifafræði og bókmennta. Farið er yfir valda atburði úr Íslendingasögunum og þeir tengdir við fornminjar og gripi sem enn eru til, annað hvort úti í náttúrunni eða á söfnum. Rýnt verður í sögu forfeðranna og munu fornminjar ásamt náttúrunni og munnmælasögum, ef svo ber undir, gefa innsýn í fortíðina.

Sögumaður gengur á söguslóðir, segir frá viðfangsefni þáttarins, stiklar á stóru á sögunni, ræðir við fræðimenn, sagnamenn, heimamenn og fleiri. Að því búnu verður sagan rökrædd í því ljósi sem við á hverju sinni.

Markmiðið með þáttunum er að gera fornsögurnar sýnilegri almenningi á fræðilegan og skemmtilegan hátt og kanna jafnframt sannleiksgildi ýmissa sagna. Í þessum þætti verður bardaginn við Knafahóla til umfjöllunar.

Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá Menntamálastofnun.Your ip address doesn't seem to be registered.

If you believe that is in error, please, call us at 514-7500 or use the "Was the material on this page useful?" form below to inform us about it (and be sure to leave your contact info).Tengdar vörur