Í Hómerskviðum er sagt frá ferðum Ódysseifs á leið heim úr 10 ára stríði við íbúa borgarinnar Troju. Heimferðin er þyrnum stráð og Ódysseifur konungur lendir margsinnis í lífsháska og það þarfað berjast við furðuskepnur, náttúruhamfarir og yfirnáttúruleg fyrirbæri. Hér er sagan endursögð á lipru máli sem hentar breiðum hópi lesenda.