1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Fjármálalæsi – Fjármál einstaklinga - Rafbók

Fjármálalæsi – Fjármál einstaklinga - Rafbók

Opna vöru
  • Höfundur
  • Finola Butler, Jette Gottschau, Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Margaret Jepson, Nuno Melo, Lenka Petrýková, Miriam O´Donoghue, Suzanne Piscopo og Gregor Torkar
  • Myndefni
  • Zoo Farková og Marie Ríanová
  • Þýðing
  • Ingi Viðar Árnason
  • Vörunúmer
  • 40597
  • Skólastig
  • Framhaldsskóli
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2014

Kennsluefni í fjármálafræðslu. Efnið byggist upp á spili sem á að auðvelda nemendum að átta sig á helstu hugtökum sem tengjast fjármálum. Spilið kallast Splæs og í því eru 32 spil sem prenta þarf út og klippa niður.

Ef rafbókinni er hlaðið niður vistast hún sem pdf-skjal. 
 

Tilgangur efnisins

Markhópur
  • Kennarar, annað skólafólk og og samtök sem vilja halda námskeið og vinnusmiðjur þar sem fengist er við málefni sem tengjast fjármálum einstaklinga.

Markmið

  • Að auðvelda nemendum að skilja hugtök sem snúa að þeirra eigin fjármálum sem og önnur hugtök sem notuð eru á þessu sviði.
  • Að aðstoða nemendur við að beita nýrri þekkingu við ýmsar aðstæður svo þeir geti tekið ábyrgar ákvarðanir og haft frumkvæði sjálfum sér og öðrum til heilla.
  • Að leggja til skapandi og frumlegar aðferðir í kennslu og bjóða efni og gögn fyrir fræðslu um fjármál einstaklinga.