1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Frá toppi til táar - Spil

Frá toppi til táar - Spil

 • Höfundur
 • Aðalheiður Hanna Björnsdóttir
 • Vörunúmer
 • 5280
 • Skólastig
 • Miðstig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2014

Frá toppi til táar er námsspil í líffræði mannsins fyrir miðstig grunnskóla en nýtist einnig eldri nemendum. Spilið er byggt á kennslufræðilegum áherslum námsefnis í líffræði fyrir miðstig grunnskóla og áherslum aðalnámsskrár grunnskóla, greinasvið 2013. Því er ætlað að vekja áhuga og auka þekkingu nemenda á námsefninu, ásamt því að stuðla að fjölbreyttum kennsluaðferðum. 

Spilið byggist upp á því að leikmenn þurfa að komast frá upphafi til enda, svara spurningum, leysa þrautir og taka áhættu á leiðinni. Það er fyrir 4–8 leikmenn  og spilatími er áætlaður 20–40 mín. 

Innihald

 • spilaborð
 • 400 kort
 • fjórir  leikmenn
 • tveir teningar
 • reglur
 • blýantur og blöð


Tengdar vörur