1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Fullorðnir mega aldrei meiða - Kennsluleiðbeiningar

Fullorðnir mega aldrei meiða - Kennsluleiðbeiningar

Opna vöru
 • Höfundur
 • Bifrost og Barnaheill
 • Myndefni
 • Bifrost
 • Þýðing
 • Skopus þýðingastofa
 • Vörunúmer
 • 40343
 • Skólastig
 • Leikskóli
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2023
 • Lengd
 • 44 bls.

Kennsluleiðbeiningar með teiknimyndinni Fullorðnir mega aldrei meiða. 
Sniðmát af bréfi til foreldra má finna hér.

Öll börn eiga rétt á því að vera örugg og hafa rétt til verndar gegn ofbeldi. Til að hægt sé að tryggja börnum vernd í raun er nauðsynlegt að börnin sjálf hafi þekkingu á því hvað ofbeldi er og hvernig þau geti fengið hjálp ef þau verða fyrir því. Kannanir á upplifun ungmenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi sýna að mörg börn segja ekki frá því sem þau verða fyrir vegna þess að þau vita ekki að það sem kom fyrir þau var ólöglegt, vita ekki hvernig þau geta fengið hjálp eða hvers konar hjálp er í boði. Kannanirnar sýna einnig að mörg börn hafa reynt að segja frá en ekki verið hlustað á þau og þau ekki tekin trúanleg af fullorðna fólkinu sem þau leituðu til.  

Þess vegna þurfa börn að fá fræðslu um hvað ofbeldi er og hvernig þau geta fengið hjálp. Börn þurfa að læra að þau eiga rétt á því að vera örugg og bæði þau og sá sem beitir þau ofbeldi þurfa að fá hjálp við að binda enda á ofbeldið. Börn sem hafa fengið kennslu eða aðra fræðslu um ofbeldi hafa betri skilning á ranglætinu sem í því felst og eiga auðveldara með að segja frá sinni reynslu en börn sem ekki hafa fengið slíka fræðslu 


Tengdar vörur