1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Gegnum holt og hæðir - rafbók

Gegnum holt og hæðir - rafbók

Opna vöru
 • Höfundur
 • Edda Hrund Svanhildardóttir safnaði sögunum.
 • Myndefni
 • Þórey Mjallhvít Ómarsdóttir.
 • Vörunúmer
 • 40167
 • Skólastig
 • Unglingastig
 • Útgáfuár
 • 2018
 • Lengd
 • 161

Á löngum, dimmum vetrarkvöldum sátu sögumenn í íslenskum baðstofum fyrri alda. Þeir sögðu sögur meðan fólkið sat á rúmum sínum og vann. Þær segja frá álfum, tröllum, huldumönnum, galdramönnum, draugum, sæbúum, virtum mönnum og heimskum, englum og púkum, kristi og kölska. Þessar sögur eru kallaðar þjóðsögur og ævintýri.

Í þessari bók eru 39  þjóðsögur og ævintýri sem skiptast í níu flokka: Galdrar, tröll,  kímni- og ýkjusögur, helgisögur, álfar og huldufólk, draugar, ævintýri, útilegumenn og ýmislegt.
Með hverri sögu er svokallaður sögugluggi sem er stutt kynning á sögunni í upphafi hennar og í lok hverrar sögu eru verkefni. Feitletruð orð í texta eru með orðskýringum.


Tengdar vörur