Hljóðbók með bókinni Go for it! – Leshefti í ensku fyrir unglinga I. Hljóðbókin er lesin útgáfa af námsbókinni. Hún nýtist við þjálfun lesturs og lesskilnings og einnig til að æfa hlustun.
Hljóðbókina má nota í námshópi eða einstaklingssnámi. Notkun hljóðbókarinnar getur ýtt undir sjálfstæði nemenda og auðveldað mörgum sem búa yfir lítilli lestrargetu í ensku að takast á við sama nám og aðrir.