1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Goðsagnir og Íslendingasögur

Goðsagnir og Íslendingasögur

  • Höfundur
  • Arthur Björgvin Bollason, Framleiðandi Woga film.
  • Upplestur
  • Arthur Björgvin Bollason
  • Myndefni
  • Herbert kafka. Tónlist Andreas Kafka
  • Þýðing
  • Leikstjóri: Herbert og Matthias Kafka
  • Vörunúmer
  • 45079
  • Skólastig
  • Framhaldsskóli
  • Miðstig
  • Unglingastig
  • Útgáfuár
  • 2010
  • Lengd
  • Goðsagnir: 44 mín Íslendingasögur: 58 mín.

Mynd í tveimur hlutum: Goðsagnir og Íslendingasögur.

A. Goðsagnir: Það er sama hvert litið er á Íslandi: Alls staðar eru bókmenntirnar nálægar. Land, sem í krafti einstæðs landslags skrifar sjálft sínar eigin sögur.

Fyrsti hluti fyrirliggjandi útgáfu gerist á þessum slóðum. Með hjálp Snorra Eddu er saga landsins rifjuð upp. Við kynnumst m.a. hinum sögufræga Ásgarði, heyrum af Niflheimi, landi kulda og dauða, að ógleymdum Svartálfaheimi, bústað trölla og náttdverga. Auk þess er rakinn skyldleiki þess sem segir í Snorra-Eddu við hina víðfrægu Niflunga. Edda Snorra Sturlusonar er góð heimild um ásatrú.

B. Íslendinga sögur: Á 13. öld var farið að skrásetja sögu landnámsmanna, og þessar frásagnir, Íslendingasögurnar, eru enn með verðmætustu dýrgripum íslenskrar sögu. Þær fjalla um ást, átthagabönd, hefnd og dauða.

Það má nefna söguna af Njáli, en Gunnar vinur hans, hlaut grimmilegan dauðdaga, vegna ástar sinnar á heimahögum. Söguna af Eiríki rauða, einum merkilegasta landkönnuði allra tíma, sem lagði leið sína til Grænlands.

Sagan af Gísla Súrssyni, sem elskaði konuna sína svo heitt að hann vildi heldur deyja en að fara úr landi. Þetta eru aðeins örfáar þeirra sagna sem við eigum eftir að kynnast á þessu ferðalagi. Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá  stofnuninni.



Your ip address doesn't seem to be registered.

If you believe that is in error, please, call us at 514-7500 or use the "Was the material on this page useful?" form below to inform us about it (and be sure to leave your contact info).



Tengdar vörur