Þessi mynd er í raun könnunarferð um smáheim íslensku hagamúsarinnar eins og hann birtist undir sjónarhorni tveggja músa, Óskars og Helgu. Á nærfærinn og skemmtilegan hátt er músunum fylgt er þær takast á við ýmsar hættur, jafnt úti í náttúrunni sem í híbýlum manna. Fylgt er árstíðabundnu atferli músanna, sem eignast saman afkvæmi og eru iðnar við að afla forða til næsta vetrar.
Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að ip – tölur skóla séu skráðar hjá stofnuninni.