1. Forsíða
 2. Námsefni
 3. Halló heimur 1 (rafbók)

Halló heimur 1 (rafbók)

Opna vöru
 • Höfundur
 • Jónella Sigurjónsdóttir og Unnur María Sólmundsdóttir
 • Myndefni
 • Iðunn Arna
 • Vörunúmer
 • 40233
 • Skólastig
 • Yngsta stig
 • Útgáfuár
 • 2020
 • Lengd
 • 128 bls.

Halló heimur er kjarnaefni í samfélags- og náttúrugreinum fyrir yngsta stig grunnskóla.

Bókin er 9 kaflar, 4 í náttúrugreinum og 5 í samfélagsgreinum. Kaflarnir eru árstíðir, ljós og skuggar, mannslíkaminn, húsdýr og gæludýr, umferðin, umhverfið okkar, trú, sjálfsmyndin og fjölskyldan.

Í upphafi hvers kafla eru markmið hans sett fram ásamt fallegri opnumynd sem gefur innsýn í efni kaflans. Opnumyndin býður upp á ýmsa möguleika í upphafi kafla. Bókin er ríkulega myndskreytt með teikningum og ljósmyndum sem tengjast vel textanum. Á hverri opnu eru dregin fram 3 ný orð sem verðugt er að vinna með í tengslum við efnið til að auka orðaforða nemenda. Aftast í bókinni eru einfaldar útskýringar á orðunum. Hverjum kafla lýkur með hugmyndum að umræðum og verkefnum.

Námsefninu fylgja ítarlegar kennsluleiðbeiningar á vef. Þar eru upplýsingar um tengingu námsefnisins við m.a. hæfniviðmið og lykilhæfni aðalnámskrár, grunnþætti og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Einnig hefur verið tekinn saman fróðleikur um efni hvers kafla, áhugaverða tengla og umræðupunkta tengda efni kaflans.

Útfærslur á fjölmörgum verkefnum í tengslum við efni kaflann eru útfærðar á skemmtilegan hátt í kennsluleiðbeiningum. Verkefnin tengjast öðrum námsgreinum eins og íslensku, ritun, orðaforðavinnu, stærðfræði og útikennslu.

Verkefnabók fylgir námsefninu.

Hér má nálgast upptöku og glærur frá kynningu höfunda á Halló heim 1 sem fram fór á rafrænu opnu húsi Menntamálastofnunar þann 19. ágúst 2020.


Tengdar vörur